BB_HARPA-2.jpg
brák Skálholt.jpg
BB_HARPA-2.jpg

Barokkbandið Brák


Barokkbandið Brák

SCROLL DOWN

Barokkbandið Brák


Barokkbandið Brák

BAROKKBANDIÐ BRÁK er hópur hljóðfæraleikara sem á það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á barokktónlist, hefur sérhæft sig að hluta í þeirri tónlist erlendis og vill koma upprunaflutningi á framfæri á Íslandi. Hópurinn kemur fram í mismunandi hljóðfærasamsetningum, allt eftir efnisvali fyrir hverja tónleika og uppákomur fyrir sig. Þannig heldur hópurinn stundum smærri kammertónleika eða stærri hljómsveitartónleika, en áhersla er einnig lögð á að blanda saman einleiksverkum, kammerverkum og hljómsveitarverkum á einum og sömu tónleikunum. 

Næstu tónleikar Barokkbandsins Brákar fara fram í Langholtskirkju, 2. nóvember klukkan 16:00.

Kaupa miða

tix thumb-01.png
 


brák Skálholt.jpg

Um okkur


Um okkur


BAROKKBANDIÐ BRÁK 

 

Barokkbandið Brák er skipað hópi hljóðfæraleikara sem hefur sérhæft sig að hluta til í upprunaspilamennsku í námi erlendis og vill nýta þessa þekkingu sína til tónleikahalds og verkefna á Íslandi. Elfa Rún Kristinsdóttir er listrænn stjórnandi og leiðari bandsins en hún er margverðlaunaður fiðluleikari og hefur komið fram á tónleikasviðum um heim allan ýmist sem einleikari, konsertmeistari eða kammermúsíkspilari.

Brák hefur verið starfrækt frá árinu 2014, en bandið var stofnað af fiðluleikurunum Elfu Rún Kristinsdóttur, Laufeyju Jensdóttur og Guðbjörgu Hlín Guðmundsdóttur. Barokkbandið hélt sína fyrstu tónleika á Sumartónleikum í Skálholti í júlí 2015 en síðan þá hefur sveitin flutt fjölbreytta tónleikadagskrá og staðið fyrir sex tónleikum í Reykjavík og Skálholti. Sveitin hefur fengið til liðs við sig jafnt íslenska og erlenda hljóðfæraleikara sem allir spila á upprunaleg hljóðfæri frá barokk og endurreisnartímanum. Hefur barokkbandið fengið afar góðar viðtökur á tónleikum sínum hvarvetna. Til dæmis hefur gagnrýnandi morgunblaðsins gefið tónleikum sveitarinnar “Barokk og brjálsemi” 2016 fjórar og hálfa stjörnu og nú síðast gaf gagnrýnandi Fréttablaðsins tónleikum sveitarinnar “Spírala Versala” 2018 fjórar stjörnur og mikið lof í gagnrýni sinni sem birtist í blaðinu.

Brák leitast eftir að færa áheyrendum sem fjölbreyttasta mynd af endurreisnar og barokktónlist en sú tónlist spannar langt tímabil í tónlistarsögunni. Á síðustu árum hefur orðið mikil vitundarvakning varðandi svonefndan upprunaflutningi og keppast nú hljóðfæraleikarar um allan heim við að tileinka sér upplýstan flutning á verkum barokktímans til þess að komast nær tíðaranda þessa tímabils. Brákin lætur ekki sitt eftir liggja í þeim efnum og miðar að því að flytja íslenskum áheyrendum þessa tegund tónlistar á sem mest lifandi og innblásinn hátt.