Næstu Tónleikar

——— 2024———

28. mars, 19:30, Norðurljós, Harpa

Barokkbandið Brák kemur fram á Reykjavík Early Music Festival
Einleikarar á tónleikunum eru Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari, Herdís Anna Jónasdóttir sópransöngkona, og Vladimir Waltham sellóleikari.

6. og 7. júlí, Skálholt

Barokkbandið Brák kemur fram á Sumartónleikum í Skálholti og frumflytur nýtt verk eftir Báru Gísladóttur og leikur kantötu eftir J.S.Bach.

Tónleikar

——— 2023———


5. nóvember, Norðurljós, Harpa, 16:00

Tónleikar ásamt Herdísi Önnu Jónasdóttur, sópransöngkonu
Verk eftir Händel, Pisendel, Báru Grímsdóttur, Telemann og Schenk

16. júlí, Akureyrarkirkja, 17:00

Brákarkvartettinn flyrur verk eftir Haydn, Þuríði Jónsdóttur og Schubert.

9. júlí, Skálholtskirkja

Verk eftir Zelenka

8. júlí, Skálholtskirkja

Verk eftir Zelenka

22. maí, Hallgrímskirkja, 17:00

Mozart ásamt Kór Hallgrímskirkju

6. maí, Fríkirkjan í Reykjavík, 18:00

Þræðir // Motywy - Polish and Nordic Influences in Baroque music
Barokkbandið Brák ásamt meðlimum úr pólska barokkhópnum Consortium Sedinum.

——— 2022 ———

27. nóvember, Hallgrímskirkj, 17:00

Bach á aðventu með Kór Hallgrímskirkju

22. maí, Hallgrímskirkja, 17:00

Haydn að vori, með Kór Hallgrímskirkju

13. mars 2022, Norðurljós, Harpa

Frumflutningur á verkum eftir Þráin Hjálmarsson, Kristin Smára Kristinsson og Bergrúnu Snæbjörnsdóttur blandað saman við verk eftir Johann Agrell og Vivaldi.

——— 2021 ———

17 október, Norðuljós, Harpa

Franskt prógramm, sérstakur gestur: Andri Björn Róbertsson


28. mars, Norðurljós, Harpa (aflýst vegna covid-19)

Frumflutningur á verkum eftir Þráin Hjálmarsson, Kristin Smára Kristinsson og Bergrúnu Snæbjörnsdóttur blandað saman við verk eftir Johann Agrell og Vivaldi.


——— 2020 ———

20. september, Eldborg, Harpa

Í ár fagnar Barokkbandið Brák fimm ára starfsafmæli sínu og blæs því til tónleikaveislu í Eldborg í Hörpu þann 20. September næstkomandi. Á tónleikunum munu tveir af stofnendum Brákar, fiðluleikararnir Elfa Rún Kristinsdóttir og Laufey Jensdóttir leika saman hinn heimsþekkta konsert Johanns Sebastians Bach fyrir 2 fiðlur. Þá mun Brák flytja strengjasinfóníur eftir bræðurna Wilhelm Friedemann og Carl Philipp Emmanuel Bach sem og konsert fyrir fjórar fiðlur eftir Georg Philipp Telemann. Hér verður á ferðinni einstakt tækifæri til að hlýða á nokkur af úrvalsverkum síðbarokksins, flutt af hljóðfæraleikurum á heimsmælikvarða.


24. maí, Norðuljósarsalur Hörpu (tónleikum frestað vegna COVID-19, ný dagsetning 17. október 2021)

Tónleikar á Sígildum Sunnudögum
Sérstakur gestur: Andri Björn Róbertsson, bass-barítón


2. febrúar, Norðurljósasalur Hörpu
Tónleikar á Sígildum Sunnudögum
Sérstakur gestur: Francesco Corti, semballeikari



——— 2019 ———


2. nóvember, 16:00, Langholtskirkja

Samstarf með sönghópnum Cantoque. Jóhannesarpassían eftir JS Bach.


6. ágúst, Mengi

Strengjakvartettar eftir Mozart og Þuríði Jónsdóttur.


3. og 4. ágúst - Skáholtskirkja

Barokkbandið Brák flytur verk eftir Corelli, Scarlatti, Þuríði Jónsdóttur og fleiri á Sumartónleikum í Skálholti




——— 2018 ———



20. október - Fríkirkjan í Reykjavík

EFTIR NÓTTINA
Í samstarfi við Óperudaga í Reykjavík fær Barokkbandið Brák til liðs við sig söngkonurnar Guju Sandholt og Hrafnhildi Árnadóttur Hafstað til að færa ykkur sannkallaða Händel-veislu. Þær Guja og Hrafnhildur munu ásamt Brák flytja vel valdar aríur eftir Georg Friedrich Händel ásamt hljóðfæratónlist efitir Händel og samtímamenn hans þá Vivaldi, Sammartini og Galuppi. Tónleikagestum verður boðið í ferðalag þar sem ástir og örlög taka völdin og tónarnir kitla taugaendana líkt og Brák einni er lagið.


28. og 29. júlí -  Skálholtskirkja

Meðlimir Barokkbandsins Brákar munu flytja strengjakvartetta eftir Boccherini, Haydn og Þuríði Jónsdóttur.




——— 2017 ———


17. desember - Norðurljós, Harpa

Concerti Armonici
Heildarflutningur á kammerkonsertum Wassenaers, Concerti Armonici, í fyrsta sinn á Íslandi!


7. maí, 20:00 - Norðurljós, Harpa

11 m/s
Barokkbandið Brák
 snýr aftur á Sígilda Sunnudaga, að þessu sinni með ítalska veislu í farteskinu. Hið víðfræga Vor Antonios Vivaldis fær að hljóma í flutningi Elfu Rúnar Kristinsdóttur, en auk þess að hafa getið sér góðan orðstír erlendis sem barokkfiðluleikari er hún leiðari og listrænn stjórnandi Barokkbandsins Brákar. Einnig mun hljóma fiðlukonsert eftir Giuseppe Tartini í flutningi Laufeyjar Jensdóttur, eins stofnanda Barokkbandsins Brákar og sveitin mun einnig flytja fjörlegar, ítalskar strengjasinfóníur.

Samlandarnir Vivaldi og Tartini voru ötulir við að sinna hinu nýja vinsæla formi ítalska síðbarrokksins sem voru einleikskonsertar. Þar fengu hin góðkunnu hljóðfæri fiðlan og sellóið oft að njóta sín í einleikshlutverki við undirleik strengja og fylgibassa. Hvor um sig sömdu þeir Vivaldi og Tartini yfir hundrað fiðlukonserta og sennilega myndi fæstum endast ævin út þó þeir einbeittu sér einungis að því að flytja verk þessara ítölsku eldhuga.

Hlýir vorvindar miðjarðarhafsins, trylltar trillur Tartinis og vorgleði Vivaldis munu færa áheyrendum sannkallaða vorveislu.

 
5. og 6. ágúst - Skáholtskirkja

Barokkbandið Brák mun leika á Sumartónleikum í Skálholti helgina 5.-6. ágúst

nánari upplýsingar hér

 

——— 2016 ———


10. apríl, 20:00 - Norðurljós, Harpa

BAROKK OG BRJÁLSEMI
Barokkbandið Brák ásamt söngkonunum Hildigunni Einarsdóttur og Lilju Dögg Gunnarsdóttur.
Gestaleiðari: Kinga Ujszaszi
Flutt verða meðal annars verk eftir Johann Hemlich Roman og Giacomo Carissimi.

 
21. júlí, 20:00 - Skálholtskirkja, Sumartónleikar í Skálholti

BAROKKBANDIÐ BRÁK OG BLÓÐHEITU ÍTALARNIR
Barokkbandið Brák skellir hér í eina ítalska stuðtónleika, með verkum eftir Vivaldi, Caldara, Locatelli o. fl. þar sem líflegir hljóðfærakonsertar verða í forgrunni.

 
22. júlí, 20:00 - Skálholtskirkja, Sumartónleikar í Skálholti

BAROKKBANDIÐ BRÁK OG BLÓÐHEITU ÍTALARNIR
Barokkbandið Brák skellir hér í eina ítalska stuðtónleika, með verkum eftir Vivaldi, Caldara, Locatelli o. fl. þar sem líflegir hljóðfærakonsertar verða í forgrunni.

 
4. desember, 20:00 - Norðurljós, Harpa

SÖNGVAR UM HLJÓÐA VETRARNÓTT
Barokkbandið Brák
ásamt söngvurunum Mathias Spoerry og Jóhönnu Halldórsdóttur vilja bjóða áheyrendum í ferðalag, nokkur hundruð ár aftur í tímann, fjarri síbylju og hraða samtímans. Við heimsækjum þá tíma þegar mystíkin og þögnin var ríkjandi og á dimmum og hljóðum vetrarkvöldum var fátt sem gat yljað sálartetrinu líkt og hrein og tær mannsröddin. Miðalda- og endurreisnarsöngvararnir Mathias og Jóhanna eru bæði búsett á Íslandi en hafa sérhæft sig í upprunaflutningi erlendis, Jóhanna í Trossingen í Þýskalandi en Mathias í París og Basel. Þau munu flytja ensk sönglög frá endurreisnar og snemmbarokktímanum. Þá munu hljóma tregafull næturljóð við lög John Dowlands og Henry Lawes í bland við tvíradda endurreisnartónlist og meðlimir Barokkbandsins Brákar flytja svo valin hljóðfæraverk frá endurreisnartímanum. 

 

——— 2015 ———


16. júlí, 20:00, Skálholtskirkja, 
Sumartónleikar í Skálholti

Elfa Rún Kristinsdóttir leiðir Barokkbandið Brák á sínum fyrstu tónleikum. Frumflutt verður nýtt verk eftir Finn Karlsson, leikin verða kammer og hlómsveitarverk eftir Rameau, Jacquet de la Guerre og Muffat ásamt splunkunýjum útsetningum Gregoire Simon á les Dominos eftir Couperin.

 
18. júlí, 16:00, Skálholtskirkja, 
Sumartónleikar í Skálholti

Náttúruhornin verða í sviðsljósinu á öðrum tónleikum Barokkbandsins Brákar. Ella Vala Ármannsdóttir leikur hornkonsert eftir Telemann, Emil Friðfinnsson slæst með í för í svítu og sinfóníu eftir J.G.Graun, en á milli horntónanna hljóma strengjakammerverk W.F. Bachs og Telemanns.

 
18. júlí, 21:00, Skálholtskirkja, 
Sumartónleikar í Skálholti

Elfa Rún Kristinsdóttir leiðir Barokkbandið Brák á sínum fyrstu tónleikum. Frumflutt verður nýtt verk eftir Finn Karlsson, leikin verða kammer og hlómsveitarverk eftir Rameau, Jacquet de la Guerre og Muffat ásamt splunkunýjum útsetningum Gregoire Simon á les Dominos eftir Couperin.